Endurskoðun ríkisreiknings 2018

14.01.2020

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir endurskoðun á ríkisreikningi 2018. Framsetning hennar er með lítið eitt með öðrum hætti nú í þeim tilgangi að auðvelda lesendum yfirferð. Endurskoðunin var unnin samkvæmt lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga svo og í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla fyrir opinbera aðila.

Ríkisreikningur 2018 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Ríkisendurskoðandi telur að fjárhagur íslenska ríkisins sé traustur og að ríkisreikningur gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu hans. Eignastaða ríkisins er góð, eignir standa undir skuldum en endanlegu mati á bæði eignum og skuldum er ekki lokið þar sem innleiðing á nýjum reikningsskilareglum er yfirstandandi.

Áritun ríkisendurskoðanda á ríkisreikninginn er án fyrirvara en með ábendingu um eftirfarandi atriði sbr. nánar í umfjöllun í kafla 3.2.

Innleiðingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðum var ekki lokið í árslok 2018 sem hafði tiltekin áhrif á glögga mynd. Kafli 3.4.

  • Mat á fjáreignum og fjárskuldum er ekki í samræmi við ákvæði reikningsskilastaðla. Kafli 4.7.
  • Mat á lífeyrisskuldbindingu er ekki í samræmi við ákvæði reikningsskilastaðla. Kafli 4.6.