Landhelgisgæsla Íslands - endurskoðunarskýrsla 2019

15.02.2021

Ríkisendurskoðun hefur farið yfir ákveðna liði í ársreikningi Landhelgisgæslu Íslands fyrir árið 2019. Landhelgisgæsla Íslands er A-hluta stofnun ríkissjóðs og er ársreikningur stofnunarinnar og annarra A-hluta stofnanna ekki áritaðir sérstaklega og því ekki gefið álit á ársreikninginn sjálfan. Endurskoðun fer fram sem hluti af endurskoðun ríkisreiknings og gefur Ríkisendurskoðandi út álit á ríkisreikning í heild sinni.

Landhelgisgæsla Íslands - endurskoðunarskýrsla 2019 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

1. Innra eftirlit
Stjórnendur bera ábyrgð á innra eftirliti og þurfa því að hafa yfirsýn yfir fyrirkomulag innra eftirlits og þekkja tilgang þess. Stjórnendur eiga setja verklagsreglur um innra eftirlit og ganga reglulega úr skugga um að innra eftirlit verki eins og til er ætlast.

2. Aðgangsheimildir
Gæta verður að því að ekki séu of margir starfsmenn með of víðtækan aðgang að fjárhagskerfi Orra þegar minni aðgangur gæti dugað.

3. Verkferlar
Æskilegt er að yfirfara alla verkferla vegna bókhalds reglulega og að þeir séu samþykktir með formlegum hætti af stjórnendum þannig að starfsmenn séu meðvitaði um hvaða verkferlar eru í gildi. Við skoðun kom í ljós að ekki eru til skráðir verkferlar vegna tekna, gjalda og varanlegra rekstrarfjármuna. Verkferlar þurfa að stuðla að virku innra eftirliti vegna allra bókhaldsferla.

4. Handbært fé
Bent er á að aðrir starfsmenn en gjaldkerar skuli einungis hafa skoðunaraðgang að bankreikningum.

5. Erlendir viðskiptamenn og lánadrottnar
Erlendar kröfur og skuldir skal umreikna á lokagengi í árslok samkvæmt lögum um ársreikninga.

Lykiltölur

Tekjur (m.kr)
Gjöld (m.kr)
Fjármunir
Fjármagn