Fæðingarorlofssjóður - endurskoðunarskýrsla 2020

16.09.2021

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Fæðingarorlofssjóðs fyrir árið 2020. Ársreikningurinn er byggður á bókhaldi Fæðingarorlofssjóðs og öðrum upplýsingum stjórnenda. 

Fæðingarorlofssjóður var síðast endurskoðaður vegna ársins 2018.

Fæðingarorlofssjóður - endurskoðunarskýrsla 2020 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Eftirfarandi ábendingar og athugasemdir eru gerðar:

  1. Þjónustusamningur
    Ítrekuð er fyrri ábending um að gerður verði þjónustusamningur milli félagsmálaráðuneytis og Vinnumálastofnunar um þjónustu Vinnumálastofnunar vegna Fæðingarorlofssjóðs. Að mati Ríkisendurskoðunar væri eðlilegt að allur kostnaður vegna Fæðingarorlofssjóðs væri færður í bókhald sjóðsins.
     
  2. Hlutdeild í tryggingagjaldi
    Staða sjóðsins varðandi uppsafnaða hlutdeild í tryggingagjaldi skv. uppgjöri Fjársýslu ríkisins, hefur ekki verið birt með ársreikningi eins og bent hefur verið á í fyrri endurskoðunarskýrslum.
     
  3. Bundið eigð fé
    Ekki liggur fyrir hvernig skuli farið með bundið eigið fé í bókhaldi sjóðsins en bundið eigið fé nam 2.375,5 m.kr. í árslok 2020