Endurskoðun ríkisreiknings 2020

30.09.2021

Ríkisreikningur vegna ársins 2020 var gefinn út 29. júní 2021, undirritaður af fjármála- og efnahagsráðherra og fjársýslustjóra. Ríkisendurskoðandi áritaði reikninginn sama dag og er áritun hans á bls. 15 í ríkisreikningi. Undirritun allra var rafræn.

Endurskoðun ríkisreiknings 2020 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Niðurstaða endurskoðunarinnar er sú að rekstur ríkissjóðs hafi gengið vel í öllum aðalatriðum á árinu 2020, þrátt fyrir áföll af völdum COVID-19 heimsfaraldursins. Eiginfjárstaða ríkissjóðs er góð og standa eignir undir skuldum. Eiginfjárstaðan er þó lakari en hún var í lok næstliðins árs og eru það áhrif af völdum kórónaveirunnar. 

Ríkisendurskoðandi telur að rétt sé að huga að endurskoðun laga nr. 123/2015, m.a. til að bæta framsetningu upplýsinga og framkvæmd laganna.