Uppgjör frambjóðenda til embættis forseta Íslands 2020

Stjórnmálastarfsemi

16.10.2020

Samkvæmt 11. gr. laga nr. 162/2006, um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, ber frambjóðendum í persónukjöri að skila ríkisendurskoðanda árituðum reikningum sínum eigi síðar en þremur mánuðum frá því að kosning fór fram. Ríkisendurskoðandi skal í kjölfarið, eins fljótt og unnt er, birta áritaðan reikning frambjóðenda.

Embætti ríkisendurskoðanda hefur nú farið yfir uppgjör frambjóðenda til embættis forseta Íslands 2020 og birt þau.

Sjá nánar yfirlit um skil frambjóðenda vegna forsetakosninga 2020

Mynd með frétt