Embættið

Ríkisendurskoðun

Skrifstofa ríkisendurskoðanda nefnist Ríkisendurskoðun. Hlutverk embættisins er að hafa eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins, að fjármunum sé ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt og í samræmi við ákvarðanir Alþingis. Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis og er trúnaðarmaður þess samkvæmt lögum nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Hann er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum.

Sjálfstæði embættisins felst í því að þótt það heyri stjórnskipulega undir Alþingi þá velur hún sjálf og skipuleggur verkefni sín. Ríkisendurskoðun er því í senn sjálfstæð gagnvart Alþingi og algerlega óháð framkvæmdarvaldinu. Að þessu leyti er staða Ríkisendurskoðunar svipuð og systurstofnana hennar í nágrannalöndunum. Hvarvetna er litið svo á að sjálfstæð staða sé forsenda þess að ríkisendurskoðanir geti sinnt hlutverki sínu.

Starfsfólk er um 50 á tveimur starfsstöðvum. Aðalskrifstofa embættisins er í Bríetartúni 7 í Reykjavík en auk þess rekur embættið starfsstöð að Glerárgötu 34 Akureyri.

Brietartún 7, Reykjavík
Aðalstöðvar Ríkisendurskoðunar í Reykjavík

Glerárgata 34, Akureyri
Starfsstöð Ríkisendurskoðunar á Akureyri


Ríkisendurskoðandi

Guðmundur Björgvin Helgason

Ríkisendurskoðandi er Guðmundur Björgvin Helgason en hann var kosinn ríkisendurskoðandi af Alþingi þann 9. júní 2022. Ríkisendurskoðandi er kosinn til sex ára í senn.

Guðmundur Björgvin er fæddur árið 1964 og er með BA próf í alþjóðasamskiptum frá George Washington University og MSc próf í stjórnmálafræði frá London School of Economics. Hann var áður ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneyti og mannauðsstjóri hjá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Jórdaníu.


Skipurit

Skipurit embættisins

Skipulag Ríkisendurskoðunar gerir ráð fyrir tveimur fagsviðum, sem eru stjórnsýslu- og lögfræðisvið og fjárhagsendurskoðunarsvið. Verkefnastjórar aðstoða við daglega stjórnun verkefna fagsviðanna, sem fer fram í teymisvinnu skv. ákvörðun sviðsstjóra. Jafnframt gerir skipulagið ráð fyrir þremur stoðsviðum, sem eru þróunar- og tæknisvið, mannauðssvið og fjármála- og rekstrarsvið. Starfsstöðvar Ríkisendurskoðunar eru að Bríetartúni 7 í Reykjavík og Glerárgötu 34 á Akureyri.

Stjórnendur

Ríkisendurskoðandi: Guðmundur Björgvin Helgason
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og lögfræðisviðs
og staðgengill ríkisendurskoðanda:
Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir
Sviðsstjóri fjárhagsendurskoðunarsviðs: Hinrik Þór Harðarson
Sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs: Jón Loftur Björnsson
Sviðsstjóri mannauðssviðs: Birgitta Arngrímsdóttir
Sviðsstjóri þróunar- og tæknisviðs: Jóhannes Jónsson

Mannauður

Hér er listi yfir starfsfólk Ríkisendurskoðunar.

Sérfræðingur
Þróunar- og tæknisvið
adalbjort.maria.sigurdardottir@rikisendurskodun.is

Verkefnastjóri
Endurskoðunarsvið
albert.olafsson@rikisendurskodun.is

Verkefnastjóri / endurskoðandi
Endurskoðunarsvið
andri.elvar.gudmundsson@rikisendurskodun.is

Verkefnastjóri
Endurskoðunarsvið
audur.gudjonsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
alfheidur.dogg.gunnarsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
asa.hulda.oddsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
berglind.eyglo.jonsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
berglind.glod.gardarsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
birgir.finnbogason@rikisendurskodun.is

Mannauðsstjóri
Mannauðssvið
birgitta.arngrimsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Fjármál og rekstur
egill.bjarnason@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
einar.orn.hedinsson@rikisendurskodun.is

Verkefnastjóri
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
elisabet.stefansdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Fjármál og rekstur
geir.gunnlaugsson@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
gestur.pall.reynisson@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
gudjon.magnusson@rikisendurskodun.is

Ríkisendurskoðandi

gudmundur.bjorgvin.helgason@rikisendurskodun.is

Kerfisstjóri
Þróunar- og tæknisvið
gudmundur.orri.bergthorsson@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
gudrun.eggertsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
gudrun.vaka.thorvaldsdottir@rikisendurskodun.is

Verkefnastjóri
Endurskoðunarsvið
halla.bergthora.halldorsdottir@rikisendurskodun.is

Ræstingar / Sendill
Fjármál og rekstur
halldora.asgeirsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
haraldur.gudmundsson@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
hildur.arnadottir@rikisendurskodun.is

Verkefnastjóri / endurskoðandi
Endurskoðunarsvið
hildur.sigurdardottir@rikisendurskodun.is

Sviðsstjóri
Endurskoðunarsvið
hinrik.thor.hardarson@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
hrefna.gunnarsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
jakob.gudmundur.runarsson@rikisendurskodun.is

Staðgengill ríkisendurskoðanda / Sviðsstjóri
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
jarthrudur.hanna.johannsdottir@rikisendurskodun.is

Sviðsstjóri
Þróunar- og tæknisvið
johannes.jonsson@rikisendurskodun.is

Sviðsstjóri
Fjármál og rekstur
jon.loftur.bjornsson@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
kristin.emilia.ingibergsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
kristin.thorbjorg.jonsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
linda.sigurdardottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
lif.g.gunnlaugsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
magnus.lyngdal.magnusson@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
oskar.sverrisson@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Tekjueftirlitssvið
reynir.sigurdur.gislason@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Stjórnsýslu- og lögfræðisvið
sigridur.kristjansdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
svafa.thora.hinriksdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
telma.steingrimsdottir@rikisendurskodun.is

Sérfræðingur
Endurskoðunarsvið
thelma.hillers@rikisendurskodun.is

Matráður
Fjármál og rekstur
thorvaldur.sveinsson@rikisendurskodun.is


Jafnlaunavottun

Ríkisendurskoðun hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. 

Með innleiðingu jafnlaunakerfis samkvæmt jafnlaunastaðli hefur Ríkisendurskoðun komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist ávallt á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Stefna embættisins í þessum efnum er að starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

Vottunin er í gildi frá 2022 til 2025.


Laus störf

Ríkisendurskoðun auglýsir laus störf á Starfatorgi en það má jafnframt senda almennar umsóknir á starf@rikisendurskodun.is. Almennar umsóknir eru geymdar í 6 mánuði.

Þrátt fyrir að eiga inni almenna umsókn hvetjum við áhugasama sérstaklega til að fylgjast með auglýstum störfum hjá okkur á Starfatorgi og senda inn umsókn fyrir það starf sem vekur áhuga.


Alþjóðleg samskipti

Til að stuðla að því að starfsemi Ríkisendurskoðunar þróist í takt við alþjóðlegar hræringar leggur stofnunin áherslu á að eiga góð samskipti og samstarf við systurstofnanir erlendis.

Stofnunin hefur lengi tekið þátt í norrænu samstarfi ríkisendurskoðana sem og starfi Evrópu- og Alþjóðasamtaka á þessu sviði, EUROSAI og INTOSAI. Þá hefur stofnunin átt tvíhliða samskipti við ríkisendurskoðanir nokkurra landa, m.a. hefur hún myndað traust tengsl við bresku ríkisendurskoðunina, National Audit Office (NAO), og notið aðstoðar hennar í ýmsum verkefnum á undanförnum árum.

Ríkisendurskoðun tekur þátt í samstarfi um endurskoðun fjölþjóðlegra stofnana og samtaka sem Ísland á aðild að, s.s. EFTA. Aukin þátttaka Íslands í þróunarverkefnum víða um heim hefur einnig lagt þær skyldur á herðar Ríkisendurskoðunar að endurskoða þau fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.


Ágrip af sögu embættisins

  • 2022

    Guðmundur Björgvin Helgason tekur við af Skúla Eggert Þórðarsyni sem ríkisendurskoðandi.

  • 2021

    Ríkisendurskoðun opnar starfsstöð á Akureyri

  • 2018

    Skúli Eggert Þórðarson tekur við af Sveini Arasyni sem ríkisendurskoðandi.

  • 2016

    Heildarendurskoðun laga um Ríkisendurskoðun með lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreiknings. Í lögunum er ákvæði um kosningu ríkisendurskoðanda af Alþingi og setutími hans takmarkaður við tólf ár. Verkefni ríkisendurskoðanda eru nánar skilgreind. Málsmeðferðarreglur eru settar og aðgangur að gögnum Ríkisendurskoðunar skýrðar.

  • 2008

    Sveinn Arason tekur við af Sigurði Þórðarsyni sem ríkisendurskoðandi.

  • 1997

    Ný lög sett um Ríkisendurskoðun. Skoðunarheimildir rýmkaðar og stofnunin fær heimild til að gera úttektir á framkvæmd laga og reglna um umhverfismál (umhverfisendurskoðun).

  • 1995

    Embætti yfirskoðunarmanna ríkisreiknings lögð niður.

  • 1992

    Sigurður Þórðarson tekur við af Halldóri V. Sigurðssyni sem ríkisendurskoðandi.

  • 1987

    Sérstök lög sett um Ríkisendurskoðun og stofnunin færð undir Alþingi til að tryggja sjálfstæði hennar og efla eftirlit löggjafans með framkvæmdarvaldinu. Skoðunarheimildir rýmkaðar og stofnuninni veitt heimild til stjórnsýsluendurskoðunar.

  • 1969

    Ríkisendurskoðun gerð að sérstakri stjórnardeild (stofnun) undir fjármálaráðherra. Halldór V. Sigurðsson skipaður ríkisendurskoðandi.

  • 1955

    Embættisheiti aðalendurskoðanda breytt í ríkisendurskoðanda.

  • 1949

    Einar Bjarnason tekur við af Birni E. Árnasyni sem aðalendurskoðandi ríkisins.

  • 1943

    Björn E. Árnason tekur við af Jóni Guðmundssyni sem aðalendurskoðandi ríkisins.

  • 1931

    Sérstök löggjöf sett um ríkisbókhald og endurskoðun. Endurskoðunin skilin frá annarri starfsemi fjármálaráðuneytisins. Embætti aðalendurskoðanda ríkisins komið á fót og hann settur beint undir fjármálaráðherra. Jón Guðmundsson ráðinn í embættið.

  • 1917

    Endurskoðun landsreikninganna flyst til fjármáladeildar Stjórnarráðsins (fjármálaráðuneytis).

  • 1904

    Framkvæmdarvald flyst inn í landið. Stjórnarskrifstofu III (fjármál) í hinu nýstofnaða Stjórnarráði Íslands falið að annast endurskoðun landsreikninganna. Indriði Einarsson verður skrifstofustjóri. Yfirskoðunarmenn landsreikninganna þó áfram kosnir á Alþingi og sinna endurskoðun á vegum þingsins.

  • 1879

    Endurskoðun landsreikninganna gerð að sjálfstæðu verkefni sem sérstakur starfsmaður, Indriði Einarsson, annast í umboði yfirskoðunarmanna.

  • 1874

    Ísland fær sína fyrstu stjórnarskrá, fjárveitingarvald færist til Alþingis frá Danmörku. Embætti tveggja þingkjörinna yfirskoðunarmanna landsreikninganna stofnuð.