Skil á ársreikningum stjórnmálaflokka

Stjórnmálastarfsemi

26.09.2019

Minnt er á að stjórnmálasamtökum sem bjóða fram í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna ber að skila ársreikningum sínum til Ríkisendurskoðunar fyrir 1. október sbr. lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.

Breytingar á þeim lögum, sbr. lög nr. 139/2018, sem snúa að hámarksmóttöku framlaga frá einstaklingum og lögaðilum, birtingu ársreikninga í heild og skil til ríkisendurskoðanda fyrir 1. nóvember, taka gildi frá og með reikningsskilum fyrir árið 2019 sem birta skal árið 2020.

Stjórnmálasamtökum var árið 2018 ekki heimilt að veita viðtöku framlögum frá lögaðilum eða einstaklingum en sem nam meira en 400.000 kr. og birta skal nöfn allra einstaklinga sem veittu framlög á því ári sem metin eru á meira en 200.000 kr. Ríkisendurskoðun mun nú í síðasta sinn birta útdrátt úr ársreikningum stjórnmálaflokka en á næsta ári verða ársreikningarnir birtir í heild sinni.

Mynd með frétt