Fundur Vestnorrænna ríkisendurskoðenda

Almennt

25.09.2019

Beinta Dam, ríkisendurskoðandi Færeyja og Bo Colbe, endurskoðandi Grænlands, komu þann 19. september á árlegan fund Vestnorrænna ríkisendurskoðenda, sem haldin var í Reykjavík að þessu sinni. Rætt var um stöðu mála hjá embættunum og áherslur í starfi. Þá var einnig rætt um nýlegan fund norrænna ríkisendurskoðenda, sem haldinn var í Reykjavík í sumar. Næsti fundur verður haldinn á Grænlandi að ári.

Mynd með frétt