Verklags- og viðmiðunarreglur fyrir gjaldtöku

Almennt

29.08.2019

Birtar hafa verið verklags- og viðmiðunarreglur ríkisendurskoðanda fyrir gjaldtöku á endurskoðunarverkefnum til að skýra betur 8 gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Voru reglurnar staðfestar af forsætisnefnd Alþingis 15. ágúst 2019.

Nýjar verklags- og vinnureglur fyrir gjaldtöku skýra heimild ríkisendurskoðanda til að fara fram á greiðslu gjalds þegar ríkisaðili óskar sjálfur eftir úttekt á þáttum í eigin rekstri eða þegar farið er fram á úttekt á starfsemi ríkisaðila á grundvelli 2. mgr. 35. gr. laga um opinber fjármál. Þá skýra þær einnig heimild til gjaldtöku fyrir sérstakar úttektir á meðferð ríkisfjár þegar úttekt beinist að aðila sem að jafnaði heyrir ekki undir eftirlit ríkisendurskoðanda.

Þegar gjald er tekið fyrir úttekt skal tilkynna viðkomandi greiðanda fyrirfram hver áætlaður kostnaður verður, eftir því sem tök eru á. Reikningur verður gerður í samræmi við tímaskráningu.

Reglurnar kveða fortakslaust á um að Alþingi skuli aldrei bera kostnað af úttektum sem það óskar eftir.

Skoða verklags- og viðmiðunarreglur ríkisendurskoðanda fyrir gjaldtöku á endurskoðunarverkefnum