Norrænir ríkisendurskoðendur funda í Reykjavík

Almennt

27.08.2019

Daganna 18. og 19. júní hittust norrænir ríkisendurskoðendur á árlegum fundi sínum. Ríkisendurskoðendur Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Íslands, Noregs og Svíþjóðar sóttu fundinn. Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Reykjavík.

Á dagskrá fundarins voru fjölmörg mál, skipulag á eftirliti með nýtingu opinberra fjármuna, stjórn sameiginlegra verkefna, áherslur hvers lands, upplýsingatæknimál, stjórnun, gervigreind og framtíð endurskoðunar í ljósi tæknibreytinga. Gestur fundarins var Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fjallaði um störf embættisins. Í lok seinni fundadagsins var hinum erlendu gestum kynnt hverasvæðið í Krýsuvík og nokkrir aðrir staðir undir leiðsögn Guðmundar Björgvins Helgasonar, starfsmanns Ríkisendurskoðunar.

Mynd með frétt