Verkferlar stjórnsýsluúttekta

Skýrsla til Alþingis

22.05.2019

Birtir hafa verið nýir verkferlar stjórnsýsluúttekta með meðfylgjandi verklýsingum. Skref stjórnsýsluúttekta eru sex: verkefnaval, undirbúningur, úttekt og greining, rýni, umsögn og útgáfa og niðurstaða. Mikil vinna fer nú fram við að skrá og birta verkferla embættisins. Eru þetta fyrstu verferlarnir sem birtir eru í nýju formi og verða fleiri verkferlar birtir í kjölfarið.

Stjórnsýsluúttektir eiga uppruna sinn í 6. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Upphaf stjórnsýsluúttekta getur verið beiðni frá Alþingi eða stofnun/ráðuneyti sem ríkisendurskoðandi og valnefnd tekur afstöðu til en Ríkisendurskoðun getur einnig hafið frumkvæðisathugun. Skipað er teymi um úttektina, í samræmi við ákvörðun ríkisendurskoðanda og siðareglur embættisins, sem mótar úttektarspurningar og aflar viðeigandi gagna. Teymið greinir þau gögn og er í reglulegum samskiptum við þá aðila sem úttekt beinist að. Sviðsstjóra og ríkisendurskoðanda er haldið upplýstum um úttektarferlið. Þegar skýrsludrög eru tilbúin eru þau rýnd af öðrum starfsmönnum, sviðsstjóra lögfræðisviðs og ríkisendurskoðanda áður en þau eru send stofnun og/eða ráðuneyti til umsagnar. Unnið er úr þeim athugasemdum og viðbrögðum sem berast vegna úttektarinnar.  Þegar vinnu við skýrslu er lokið er hún send Alþingi, þar sem hún er tekin til umfjöllunar af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Að því loknu er skýrslan birt opinberlega.

Sjá nánar verkferlra

Mynd með frétt