Ríkisendurskoðun stofnun ársins 2019

Almennt

16.05.2019

Ríkisendurskoðun var kjörin stofnun ársins í árlegri könnun Sameykis stéttarfélags (áður SFR stéttarfélag í almannaþágu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar).

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn í gær en þetta var í fjórtánda sinn sem könnun á ríkisstofnun ársins er gerð. Ríkisendurskoðun varð í fyrsta sæti, af 82 stofnunum, í flokki ríkisstofnana með fleiri en 50 starfsmenn. Valið er byggt á svörum rúmlega 10 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins.

Sjá nánar

Mynd með frétt