Afmarka þarf hlutverk og umboð stjórna

Almennt

25.06.2018

Mikilvægt er að sett séu viðmið um hvenær stjórn er sett yfir ríkisstofnun. Einnig þarf að afmarka með skýrum hætti í lögum hlutverk stjórna og umboð.

Þá þarf verkaskipting stjórna gagnvart ráðherra og forstöðumanni að vera ljós. Þetta er niðurstaða forkönnunar Ríkisendurskoðunar Stjórnir stofnana ríkisins.

Að mati Ríkisendurskoðunar er ekki ástæða að þessu sinni að beina forkönnun í formlega aðalúttekt. Tilgangurinn var að kanna hvort unnið væri samkvæmt yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um endurskoðun á hlutverki og fækkun stofnana ríkisins. Undanfarna áratugi hefur stjórnum ríkisstofnana fækkað verulega í kjölfar lagabreytinga, niðurlagningu stofnana og sameiningu þeirra.

Þá vinnur fjármála- og efnahagsráðuneytið að endurskoðun löggjafar um stofnanir ríkisins, í samræmi við niðurstöður skýrslu verkefnisstjórnar um stofnanakerfi ríkisins frá 2015. Þar kom fram að hlutverk stjórna ríkisstofnana væri í mörgum tilvikum óljóst og að fyrirkomulagið flækti umboðs- og ábyrgðartengsl milli ráðherra, stjórnar og forstöðumanns. Ráðuneytið stefnir að því að sett verði heildarlög um stofnanir ríkisins sem myndu stuðla að gagnsæjum ramma um stofnanakerfið.

Sjá nánar

Mynd með frétt