Betri yfirsýn og umsýsla ráðuneyta með samningum

Skýrsla til Alþingis

09.05.2018

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki tvær ábendingar til fjármála- og efnahagsráðuneytis frá árinu 2015 um að bæta þurfi yfirlit um samninga ríkisaðila í frumvarpi til fjárlaga og endurskoða regluverk vegna samningsgerðar.

Hvert ráðuneyti ber ábyrgð á yfirliti um samninga á þeirra vegum sem birtast í fylgiriti með fjárlagafrumvarpi. Yfirlitið er ekki tæmandi um alla samninga ríkisins en uppfyllir það markmið að upplýsa Alþingi um skuldbindandi samninga til lengri tíma en eins árs. Jafnframt þessu hefur yfirsýn og umsýsla ráðuneyta með samningum sínum eflst. Þá hefur fjármála- og efnahagsráðuneyti lýst yfir áhuga sínum á að unnið verði að samræmdu og heildstæðu yfirliti um samninga ríkisins.

Drög að reglugerðum um samninga og styrki á grundvelli laga um opinber fjármál nr. 123/2015 liggja nú fyrir. Ríkisendurskoðun hvetur fjármála- og efnahagsráðuneyti til að undirrita og auglýsa þær reglugerðir sem fyrst, þar sem fyrri reglugerðir um þetta efni hafa fallið úr gildi.

Sjá nánar