Leggja ætti bílanefnd ríkisins niður

Skýrsla til Alþingis

20.04.2018

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki tvær ábendingar til fjármála- og efnahagsráðuneytis frá árinu 2015 um að fella úr gildi reglugerð um bifreiðamál ríkisins og leggja niður bæði bílanefnd ríkisins og sam­starfs­nefnd um niðurfellingu vöru­gjalds af ökutækjum björg­­unar­sveita.

Ráðuneytið hefur ekki tekið undir rök Ríkisendurskoðunar um að bílanefnd ríkisins sé óþörf þar sem samningar um kaup eða leigu bifreiða ættu að lúta sömu reglum og önnur innkaup og vera á ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana. Stofnunin sér ekki tilgang með að ítreka ábendinguna, þar sem afstaða ráðuneytisins hefur í engu breyst frá árinu 2012.

Samkvæmt fjármála- og efnahagsráðuneyti er til skoðunar að færa verkefni sam­starfs­nefndarinnar til toll­stjóra líkt og Ríkisendurskoðun hefur lagt til. Einnig verða reglur um bifreiðamál ríkisins hugsanlega teknar til endurskoðunar eftir að lög um opinber fjármál hafa að fullu verið innleidd. Ríkisendurskoðun bendir á að rúm tvö ár eru liðin frá því að lögin tóku gildi og að nefndin sé óþarfa milliliður í nútíma stjórnsýslu.

Sjá nánar

Mynd með frétt