Enn skortir heildarstefnu um atvinnutengda starfsendurhæfingu

Skýrsla til Alþingis

05.04.2018

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki tvær ábendingar til velferðarráðuneytis frá árinu 2015 vegna atvinnutengdrar starfsendurhæfingar í nýrri eftirfylgniskýrslu.

Fyrri ábendingin laut að því að setja þyrfti heildstæða stefnu vegna einstaklinga með skerta starfsgetu. Slík stefna liggur ekki fyrir en vinna að henni er meðal áherslumála ráðherra á árinu 2018. Ríkisendurskoðun telur brýnt að ráðuneytið ljúki mörkun heildarstefnu sem fyrst og gerir athugasemd við hversu lengi þessi stefnumörkun hefur dregist.

Síðari ábendingin laut að því að setja þyrfti skýrar reglur um eftirlit velferðarráðuneytis með kaupum VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs á þjónustu starfsendurhæfingarstöðva. Ráðuneytið og Virk – Starfsendurhæfingarsjóður undirrituðu þjónustusamning í september 2017 sem byggir á kröfulýsingu fyrir starfsendurhæfingarsjóði sem óska eftir viðurkenningu ráðherra. Í kröfulýsingunni er m.a. kveðið á um eftirlit ráðherra. Fyrirhugað er að skipa nefnd á vormánuðum 2018 til að gera heildarúttekt á þjónustu starfsendurhæfingarsjóða.

Sjá nánar