Setja þarf verðlagsnefnd búvara verklagsreglur

Skýrsla til Alþingis

28.02.2018

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fjórar ábendingar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá árinu 2015 um störf verðlagsnefndar búvara og ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara.

Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniskýrslu stofnunarinnar Eftirfylgni: Verðlagsnefnd búvara og ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara.

Ríkisendurskoðun gagnrýnir þó að enn hafi verðlagsnefnd búvara ekki verið settar skráðar verklagsreglur vegna hugsanlegra breytinga á hlutverki hennar. Ríkisendurskoðun bendir á að verklagsreglur eigi að taka mið af verklagi hverju sinni og stuðla að faglegu og gagnsæju starfi. Því eigi hugsanlegar lagabreytingar ekki að tefja málið.

Þá gerir Ríkisendurskoðun athugasemd við þann drátt sem varð á skipun í verðlagsnefnd búvara fyrir starfsárið 2017 til 2018 og bendir á að samkvæmt búvörulögum skuli nefndin fullskipuð 1. júlí ár hvert. Einnig er mikilvægt að ráðuneytið gæti vel að hæfi þeirra fulltrúa sem það tilnefnir í nefndir á sínum vegum.

Sjá nánar