Landbúnaðarháskóli Íslands skuldlaus við ríkissjóð

Skýrsla til Alþingis

21.02.2018

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki tvær ábendingar til mennta- og menningarmálaráðuneytis og Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2015 um fjármálastjórn og rekstrarstöðu háskólans. Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar: Fjármálastjórn Landbúnaðarháskóla Íslands.

Fyrri ábendingin laut að því að tryggja þyrfti að rekstur Landbúnaðarháskólans yrði ávallt innan fjárheimilda. Seinni ábendingin laut að því að finna þyrfti varanlega lausn á skuld skólans við ríkissjóð sem í árslok 2013 nam 715 m.kr. Frá árinu 2015 hefur háskólinn skilað rekstrarafgangi og líkur eru á að umtalsverður afgangur verði á árinu 2017. Þessi rekstrarafgangur hefur verið nýttur til að greiða niður skuld skólans við ríkissjóð. Að auki var skuld skólans lækkuð um 340,9 m.kr. í lokafjárlögum 2015. Allt bendir því til að skólinn verði skuldlaus gagnvart ríkissjóð í árslok 2017. Markmiði um að rekstur Landbúnaðarháskólans sé innan fjárheimilda og að leyst sé úr skuldastöðu hans við ríkissjóð hefur því verið náð.

Sjá nánar