Yfirlit um ársreikninga sókna og kirkjugarða

Kirkjugarðar og sóknir

14.11.2017

Ríkisendurskoðun hefur nú birt yfirlit um ársreikninga sókna og yfirlit um ársreikninga kirkjugarða vegna ársins 2016.

Eftirlit Ríkisendurskoðunar felst fyrst og fremst í því að kanna hvort ársreikningarnir séu tölulega réttir. Athugasemdir lúta einkum að ófullkomnum áritunum, að sóknargjöld eða kirkjugarðsgjöld séu færð á greiðslugrunni en ekki rekstrargrunni og að reikningar stemmi ekki.

Í árslok 2016 voru 267 starfandi sóknir og 242 kirkjugarðar í níu prófastsdæmum landsins. Í byrjun október 2017 höfðu borist ársreikningar frá 234 sóknum og 196 kirkjugörðum vegna ársins 2016. Ekki höfðu borist ársreikningar frá 33 sóknum og 46 kirkjugörðum.

Ríkisendurskoðun ítrekar fyrri ábendingar sínar um að kirkjuþing kanni frekari sameiningu sókna í hagræðingarskyni og hvort ekki sé ástæða til að sameina fleiri kirkjugarðsstjórnir en gert hefur verið til þessa.

Yfirlit um ársreikninga kirkjugarða vegna ársins 2016

Yfirlit um ársreikninga sókna vegna ársins 2016