Umbætur hjá Framkvæmdasýslu ríkisins

Skýrsla til Alþingis

10.04.2017

Ríkisendurskoðun hvetur Framkvæmdasýslu ríkisins til að halda áfram umbótum sínum við gerð og utanumhald skilamats opinberra framkvæmda.

Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniskýrslu um Framkvæmdasýslu ríkisins. Ríkisendurskoðun ítrekar þó enga þeirra sjö ábendinga sem fram komu í stjórnsýsluúttekt stofnunarinnar árið 2014 þar sem Framkvæmdasýslan og fjármála- og efnahagsráðuneyti hafa bætt úr þeim annmörkum sem þá var bent á eða vinna að slíkum úrbótum.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti stefnir að því að aðlaga starfsemi og lagaumhverfi Framkvæmdasýslunnar að lögum nr. 123/2015 um opinber fjármál en í því felst meðal annars að endurskoða verksvið Framkvæmdasýslunnar. Vegna þeirrar vinnur áréttar Ríkisendurskoðun mikilvægi þess að greint sé á milli framkvæmda annars vegar og stjórnsýslu hins vegar við þau verkefni á vegum ríkisins sem heyra undir lög um skipan opinberra framkvæmda. Að mati Ríkisendurskoðunar getur aðkoma Framkvæmdasýslunnar að gerð frumathugana grafið undan þeirri aðgreiningu.

Sjá nánar