Bætt hefur verið úr annmörkum sem lúta að stuðningi ríkisins við atvinnu- og byggðaþróun

Skýrsla til Alþingis

03.05.2016

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá árinu 2013 sem lúta að stuðningi ríkisins við atvinnu- og byggðaþróun.

Með lögum nr. 69/2015 um byggðaáætlun og sóknaráætlanir var skerpt á markmiðum ríkisins á þessu sviði, auk þess sem skýrar var kveðið á um samráð ráðuneyta á sviði byggðamála, innan hvers landshluta og milli stjórnsýslustiga. Jafnframt fá sveitarstjórnir aukna ábyrgð á sviði byggða- og samfélagsþróunar. Þá skal ráðherra byggðamála leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til sjö ára í senn.

Sjá nánar