Ljúka þarf endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Skýrsla til Alþingis

17.03.2014

Ríkisendurskoðun hvetur innanríkisráðuneytið til að ljúka sem fyrst endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er ætlað að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Regluverk um sjóðinn er flókið en mælt er fyrir um framlög úr honum í a.m.k. 24 lögum og reglum. Innanríkisráðuneytið annast eftirlit með að sveitarfélög gegni skyldum sínum samkvæmt lögum. Þá fylgist eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum þeirra og að fjármálastjórn þeirra sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Enn fremur hefur sérstök nefnd það hlutverk að stuðla að samræmi í reikningsskilum sveitarfélaga og öðrum fjárhagsupplýsingum þeirra.

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að innanríkisráðuneytið vinnur nú að endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, reglum um reikningskil sveitarfélaga og reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum þeirra. Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneytið til að ljúka þessari vinnu sem fyrst.

Sjá nánar