Útgjöld vegna kosninga verði sérgreind í ársreikningum flokkanna

Stjórnmálastarfsemi

24.10.2013

Ríkisendurskoðun hefur sent dreifibréf til allra stjórnmálaflokka sem buðu fram í alþingiskosningum sl. vor þar sem vakin er athygli á nýjum leiðbeiningum stofnunarinnar um reikningshald stjórnmálasamtaka. Framvegis er gerð krafa um að útgjöld slíkra samtaka sem með beinum hætti tengjast kosningum til Alþingis eða sveitarstjórnar verði sérgreind í ársreikningi. Dreifibréfið og leiðbeiningarnar má nálgast hér að neðan.