Vernd uppljóstrara

Almennt

04.01.2021

Þann 12. maí 2020 samþykkti Alþingi lög um vernd uppljóstrara nr. 40/2020. Lögin taka gildi 1. janúar 2021.

Í lögunum er kveðið á um vernd fyrir starfsmenn sem greina frá upplýsingum eða miðla gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda þeirra. Lögin taka bæði til starfsmanna hins opinbera og á einkamarkaði.

Þá er í lögunum kveðið á um breytingar á lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga á þann veg að unnt verður að upplýsa ríkisendurskoðanda um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi þeirra sem falla undir starfssvið embættisins.

Leiðbeiningar má finna á heimasíðu Ríkisendurskoðunar

Mynd með frétt