Nýr vefur Ríkisendurskoðunar

Almennt

05.02.2021

Upplýsingavefur Ríkisendurskoðunar hefur verið endurhannaður og forritaður frá grunni. Uppfærslur hafa verið gerðar á bakenda en stóra breytingin snýr að notendum og notendaupplifun.

Framsetning á útgefnu efni hefur tekið miklum breytingum. Þar er nú m.a. að finna útdrátt úr skýrslum sem innihalda ábendingar ríkisendurskoðanda og/eða helstu niðurstöður. Auk þess sem lykiltölur skýrslna eru settar fram á grafískan hátt. Dæmi um nýja framsetningu á skýrslum má sjá hér.

Á næstu misserum verður haldið áfram að þróa vefinn og mun hann taka einhverjum breytingum.
 

Mynd með frétt