Skil ársreikninga staðfestra sjóða og stofnana árið 2019

Staðfestir sjóðir og stofnanir

23.02.2021

Ríkisendurskoðun hefur nú birt útdrátt úr ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Alls bar 705 sjóðum og stofnunum að skila ársreikningi til Ríkisendurskoðunar fyrir rekstrarárið 2019. Í ársbyrjun 2021 höfðu 473 staðfestir sjóðir og stofnanir uppfyllt þessa skyldu en ársreikningar 232 sjóða og stofnana hafa ekki borist embættinu. Þá vekur athygli að 52 virkir sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi til embættisins þrátt fyrir árvissar ítrekanir þar um.

Sjá nánar skýrslu um skil ársreikninga staðfestra sjóða og stofnana árið 2019

Mynd með frétt