Fjölmargir frambjóðendur enn eftir að skila upplýsingum

Stjórnmálastarfsemi

20.12.2010

Ríkisendurskoðun hefur birt yfirlit um skil frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjöri vegna sveitarstjórnarkosninganna sl. vor á kostnaðarupplýsingum til stofnunarinnar.Af samtals 442 frambjóðendum sem tóku þátt í prófkjöri eða forvali innan stjórnmálasamtaka í aðdraganda kosninganna hafa aðeins 215 skilað upplýsingum um kostnað sinn til Ríkisendurskoðunar. Þar af hafa 5 frambjóðendur skilað fjárhagslegu uppgjöri en 210 yfirlýsingu um að kostnaður þeirra hafi ekki verið umfram 300 þús.kr. Samtals eiga því 227 frambjóðendur enn eftir að skila, eins og þeim er skylt að gera samkvæmt lögum nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.

Upplýsingar um skil frambjóðenda í prófkjöri/forvali vegna sveitarstjórnarkosninganna 2010