Forstöðumenn hvattir til að vera á varðbergi

Almennt

21.01.2009

Ríkisendurskoðun hefur sent öllum forstöðumönnum ríkisstofnana bréf þar sem þeir eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar stofnunarinnar um aðferðir til að fyrirbyggja fjármálamisferli.

Reynslan hefur sýnt að þegar efnahagsástand versnar eykst almennt hætta á því að misfarið sé með fé stofnana og fyrirtækja. Í upplýsingaritinu „Vísbendingar um fjármálamisferli‘‘, sem út kom árið 2006, er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að uppgötva slík brot og fyrirbyggja þau.

Í niðurlagi bréfsins segir:

„Með þessu bréfi er ekki ætlunin að ala á tortryggni milli manna heldur vill Ríkisendurskoðun stuðla að því að stofnanir hafi góða þekkingu á þeim þáttum sem valda hættu á fjármálamisferli og þeim aðferðum sem nota má til að fyrirbyggja hana.‘‘