Reglur um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar

Almennt

15.02.2008

Forsætisnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum 12. febrúar 2008 reglur um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar.

Markmið reglnanna er að formfesta enn betur samskipti Ríkisendurskoðunar við þingið og þingmenn almennt og tryggja að skýrslur stofnunarinnar komi til umræðna í fastanefndum þingsins og eftir atvikum í umræðum á Alþingi.

Reglurnar eru birtar á heimasíðu Ríkisendurskoðunar undir liðnum „Lög og reglur“.