Kínverski ríkisendurskoðandinn heimsækir Ísland

Almennt

24.05.2007

Kínverski ríkisendurskoðandinn, Hr. Li Jinhua, heimsækir Ísland nú í vikunni ásamt sex manna fylgdarliði. Heimsóknin er í boði Ríkisendurskoðunar og er liður í þeirri viðleitni að treysta tengsl stofnananna og miðla þeim aðferðum og vinnubrögðum við endurskoðun opinberra aðila sem talin eru henta best hverju sinni.
Hr. Li Jinhua hefur m.a. fundað með Sigurði Þórðarsyni ríkisendurskoðanda, kynnt sér starfsemi Ríkisendurskoðunar og gert grein fyrir starfi sínu í Kína.

Á þessum fundi var sérstaklega rætt um það þróunarstarf sem stofnanirnar vinna að, m.a. við endurskoðun upplýsingakerfa, og möguleika á auknum samskiptum stofnananna á komandi árum. Þá átti Hr. Li Jinhua sömuleiðis fund með Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins.

Að auki hefur hópurinn ferðast nokkuð um landið og m.a. kynnt sér virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka. Hópurinn heldur af landi brott í vikulok.