Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2006

Almennt

19.03.2007

Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér ársskýrslu sína fyrir árið 2006. Auk formála ríkisendurskoðanda, þar sem horft er til liðins árs og komandi tíðar, er meðal annars gerð grein fyrir hlutverki og markmiðum stofnunarinnar, starfseminni árið 2006 og þeim lykiltölum um umsvif og árangur sem stofnunin tekur einkum mið af þegar hún metur störf sín. Þá fylgir með sundurliðaður ársreikningur stofnunarinnar.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Ríkisendurskoðun skilaði álíka mörgum ársverkum árið 2006 og 2005, þ.e. rúmum 49. Í meginatriðum var starfsemi stofnunarinnar og afrakstur einnig með svipuðu móti og undanfarin ár. Ýmiss konar greinargerðum fjölgaði þó nokkuð. Rekstur stofnunarinnar varð 20 m.kr. (5,4%) innan fjárheimilda ársins.

Auk umfjöllunar um starfsemi Ríkisendurskoðunar á árinu 2006 eru í ársskýrslunni fjórar stuttar greinar um efni sem varðar stofnunina almennt og brennur sérstaklega á henni um þessar mundir: „Líma yfirlýsingin 30 ára“, „Þjónusta við almenning“, „Endurskoðun upplýsingakerfa“ og „Fjármálamisferli á vinnustað“.

Sjá nánar