Betri skil ársreikninga staðfestra sjóða og stofnana 2018

Staðfestir sjóðir og stofnanir

15.02.2020

Í ársbyrjun 2020 höfðu 500 staðfestir sjóðir og stofnanir skila ársreikningum fyrir rekstrarárið 2018 til Ríkisendurskoðunar.

Árvissar ítrekanir Ríkisendurskoðunar og samvinna við Sýslumanninn á Norðurlandi vestra skilar nú betri skilum en áður en athygli vekur að 57 sjóðir hafa aldrei staðið skil á ársreikningum. Á árinu 2019 voru staðfestar 12 nýjar skipulagsskrár og 26 sjálfseignastofnanir og sjóðir voru lagðar niður.

Líkt og fyrri ár benti Ríkisendurskoðun Alþingi og dómsmálaráðuneyti á að lögfesta þarf betri úrræði til að taka á síðbúnum skilum og vanrækslu.

Sjá nánar

Mynd með frétt