Íbúðalánasjóður. Um aðdraganda og gerð lánasamninga sjóðsins við fjármálastofnanir

Skýrsla til Alþingis

29.11.2005

Ríkisendurskoðun hefur sent félagsmálanefnd úttekt sína á Íbúðalánasjóði ásamt bréfi þar sem greint er frá helstu niðurstöðum stofnunarinnar. Bréf þetta og úttektin sjálf eru birt saman í meðfylgjandi skjali.

Hinn 21. júlí 2005 óskaði félagsmálanefnd Alþingis eftir því að Ríkisendurskoðun gerði almenna stjórnsýsluúttekt á Íbúðalánasjóði vegna breyttra aðstæðna á fjármálamarkaði. Í þeirri úttekt sem hér liggur fyrir er leitast við að lýsa þeim vanda sem sjóðurinn glímdi við frá haustdögum 2004 fram á mitt ár 2005 vegna mikilla uppgreiðslna lánþega hans og gerð tilraun til þess að greina ástæður þess að hann varð jafn mikill og raun ber vitni. Jafnframt gerir Ríkisendurskoðun grein fyrir þeim aðgerðum sem sjóðurinn greip til í því skyni að verja sig áföllum og víkur að mismunandi sjónarmiðum sem fram hafa komið um lagaheimildir sjóðsins í þessum efnum.

Sjá nánar