Siðareglur Ríkisendurskoðunar

Almennt

30.01.2003

Á síðustu árum hefur verið unnið að því víða um lönd að móta siðareglur fyrir starfsmenn ríkisins, einstakar stofnanir þess og starfsstéttir. Slíkar reglur miða að því að efla vitund starfsmanna um siðferðilegar skyldur sínar og ábyrgð gagnvart þeirri stofnun sem þeir starfa við, umbjóðendum sínum og öllum almenningi. Í þeim siðareglum sem Ríkisendurskoðun hefur sett starfsfólki sínu og hér birtast er lögð áhersla á eftirfarandi þætti: Traust, trúverðugleika, óhæði, hlutleysi, trúnað og fagmennsku.