Ársreikningar stjórnmálasamtaka 2020

Stjórnmálastarfsemi

16.12.2021

Samkvæmt 9. gr. laga nr. 162/2006, um starfsemi stjórnmálasamtaka ber stjórnmálasamtökum að skila ársreikningi fyrir 1. nóvember ár hvert. Í kjölfarið skal ríkisendurskoðandi birta ársreikninga stjórnmálasamtaka eins fljótt og unnt er. Að auki ber að birta nöfn allra lögaðila sem veita framlög til stjórnmálastarfsemi sem og fjárhæð þeirra og nöfn einstaklinga sem hafa veitt framlög sem metin eru á meira en 300.000 kr.

Ríkisendurskoðun hefur nú farið yfir ársreikninga stjórnmálasamtaka sem bárust fyrir lögbundinn frest og eftir atvikum kallað eftir skýringum og leiðréttingum. Þeir ársreikningar sem uppfylla skilyrði framangreindra laga sem og leiðbeininga Ríkisendurskoðunar um reikningshald stjórnmálasamtaka og skil þeirra á upplýsingum til Ríkisendurskoðunar hafa nú verið birtir.

Sjá nánar

Mynd með frétt