08.04.2022
Með bréfi dags. 8. apríl 2022 hefur Ríkisendurskoðun fallist á beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um úttekt á útboði og sölu ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka sem fram fór 22. mars sl.
Áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar liggur ekki fyrir en slík áætlun mun verða endurskoðuð eftir því sem úttektinni vindur fram. Í því sambandi er ítrekað að skv. 3. mgr. 1. gr. framangreindra laga er ríkisendurskoðandi sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögunum.
Stefnt er að því að niðurstaða úttektarinnar verði birt í opinberri skýrslu til Alþingis í júnímánuði 2022.
Sjá nánar: Tilkynning um úttekt á útboði og sölu á hlut í Íslandsbanka