Tilkynning um úttekt á eftirliti með velferð dýra

Skýrsla til Alþingis

01.09.2022

Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra skv. lögum nr. 55/2013.

Áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar liggur ekki fyrir en slík áætlun mun verða endurskoðuð eftir því sem úttektinni vindur fram. Í því sambandi er ítrekað að skv. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er ríkisendurskoðandi sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögunum. 

Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis.  
 

Mynd með frétt