Drög að skýrslu um Íslandsbanka í umsagnarferli

Almennt

13.10.2022

Ríkisendurskoðun hefur sent fjármála- og efnahagsráðuneyti, Bankasýslu ríkisins og stjórn hennar til umsagnar drög að skýrslu embættisins er ber heitið „Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022“. Umsagnarfrestur er veittur til og með 19. þ.m..

Ríkisendurskoðun áréttar að trúnaður gildir um umsagnardrög skýrslunnar, sem teljast vinnuskjal í skilningi 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Um skýrsludrögin verður því ekki fjallað efnislega í umsagnarferlinu, hvorki af hálfu Ríkisendurskoðunar né umsagnaraðila.

Mynd með frétt