21.08.2024
Vegna kosninga til embættis forseta Íslands þann 1. júní síðastliðinn vekur Ríkisendurskoðun athygli á því að frambjóðendur skulu skila Ríkisendurskoðun sérstöku fjárhagslegu uppgjöri eða eftir atvikum yfirlýsingu um kosningabaráttu sína eigi síðar en þremur mánuðum frá því að persónukjörið fór fram eða í síðasta lagi þann 2. september næstkomandi.
Bæði uppgjöri og yfirlýsingu er hægt að skila stafrænt á vefsíðu Ísland.is. Til að skila gögnum skráir frambjóðandi sig inn á https://island.is/skila-uppgjori-einstaklingsframbod með rafrænum skilríkjum. Velja þarf „Forsetakosningar 2024“ úr fellilista og hvort að heildartekjur eða gjöld hafi verið umfram 550 þús. eða ekki. Sé frambjóðandi ekki umfram þau fjárhæðarmörk útbýr kerfið sjálfkrafa yfirlýsingu sem er hann undirritar rafrænt. Ef uppgjör frambjóðanda er umfram fyrrgreind fjárhæðarmörk skráir hann inn tilteknar lykilfjárhæðir úr uppgjöri sínu og hengir sjálft uppgjörið með (pdf skjal) og sendir inn.
Af þessu tilefni er vakin athygli á reglum um uppgjör frambjóðenda í kosningabaráttu og lágmarks upplýsingaskyldu þeirra skv. lögum nr. 162/2006 sem og leiðbeiningum ríkisendurskoðanda fyrir persónukjör sem frambjóðandi þarf að kynna sér áður en uppgjöri er skilað inn.
Þarfnist frambjóðandi aðstoðar við skilin má hafa samband með tölvupósti á berglind.glod.gardarsdottir@rikisendurskodun.is og lif.g.gunnlaugsdottir@rikisendurskodun.is.