Hafrannsóknastofnun - endurskoðunarskýrsla 2021

24.01.2023

Ríkisendurskoðun hefur farið yfir ákveðna liði í ársreikningi Hafrannsóknastofnunar fyrir árið 2021. Hafrannsóknastofnun er A-hluta stofnun ríkissjóðs og eru ársreikningar stofnunarinnar og annarra A-hluta stofnana ekki áritaðir sérstaklega. Því er ekki gefið álit á ársreikningnum sjálfum. Endurskoðun fer fram sem hluti af endurskoðun ríkisreiknings og gefur Ríkisendurskoðandi út álit á ríkisreikningi í heild sinni.

Hafrannsóknastofnun - endurskoðunarskýrsla 2021 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Vakin er athygli á eftirfarandi ábendingum og athugasemdum en smávægilegum ábendingum var komið beint á framfæri við stjórnendur þegar endurskoðunarvinna fór fram.

  1. Almennt um bókhaldið
    Gerð er athugasemd við að aðgangur starfsmanna að bókhaldskerfinu er í sumum tilfellum of víðtækur og stangast jafnvel á við markmið innra eftirlits um aðgreiningu starfa. Gæta verður að því að ekki séu of margir starfsmenn með of víðtækan aðgang þegar minni aðgangur gæti dugað.
     
  2. Ferðaheimildir og dagpeningar
    Tryggja þarf að ferðaheimildir liggi fyrir vegna allra ferða sem farnar eru erlendis á vegum stofnunarinnar.
    Þá þarf að ganga úr skugga um að dagafjöldi vegna dagpeninga sé rétt reiknaður og skráður.
     
  3. Annar rekstrarkostnaður
    Tryggja þarf að samþykki tveggja til þess bærra aðila liggi fyrir vegna allra útgjalda í samræmi við reglur sem stofnunin hefur sett sér.
     
  4. Fastafjármunir
    Tryggja þarf að eignakerfið stemmi við fjárhagsbókhaldið og að allar færslur sem varða varanlega rekstrarfjármuni komi fram bæði í fjárhagsbókhaldinu og eignakerfinu.

Lykiltölur

Tekjur 2021 (m.kr.)
Gjöld 2021 (m.kr)