Skógræktin - endurskoðunarskýrsla 2021

08.05.2023

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Skógræktarinnar fyrir árið 2021. Ársreikningurinn er byggður á bókhaldi Skógræktarinnar og öðrum upplýsingum stjórnenda. Ríkisendurskoðun vekur athygli á því að stjórnendur stofnunar eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu reikningsskila og jafnframt ábyrgir gagnvart notendum reikningsskilanna. 

Skógræktin - endurskoðunarskýrsla 2021 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Vakin er athygli á eftirfarandi ábendingum og athugasemdum en smávægilegum ábendingum var komið beint á framfæri við stjórnendur þegar endurskoðunarvinna fór fram.

 1. Innra eftirlit
  Lagt er til að skráðar verði verklagsreglur um launavinnslu, tekjuskráningu, afstemmingar viðskiptamanna, bókhald og aðrar fjárreiður. Nauðsynlegt er að ábyrgðarsvið og heimildir séu skráðar m.t.t. aðgreiningar starfa
   
 2. Viðskiptakröfur og uppgjör við skógarbændur
  Gerð er athugasemd við verklag vegna uppgjörs við skógarbændur í fjárhagsbókhaldi stofnunarinnar. Leiðrétta þarf stöðu í AR með tilliti til uppgjörs sem fært er í GL. Jafnframt þarf að breyta verklagi og finna lausn á því hvernig sölureikningar og uppgjör við skógarbændur eru færð í bókhaldi stofnunarinnar þannig að ekki myndist mismunur milli GL og AR.
   
 3. Óuppgerðar stöður á gervikennitölu
  Gerð er athugasemd við óuppgerðar stöður í viðskiptamannabókhaldi stofnunarinnar, bæði kröfur og skuldir, sem færðar eru á gervikennitölum í fjárhagsbókhaldi stofnunarinnar. Um er að ræða stöður sem urðu til fyrir árið 2021 og færðar voru í eldra bókhaldskerfi Skógræktarinnar. Brýnt er að farið verði sem fyrst í þá vinnu að gera þessar kröfur og skuldir upp í bókhaldi Skógræktarinnar.
   
 4. Viðskiptaskuldir og mismunur í AP
  Gerð er athugasemd við að mismunur er á milli stöðu viðskiptamanna-skulda í AP og GL. Gera þarf viðeigandi leiðréttingar milli kerfishluta.

Lykiltölur

Þróun tekna og gjalda
Tekjur (m.kr.)
Gjöld (m.kr.)