Landbúnaðarháskóli Íslands - endurskoðunarskýrsla 2021

02.06.2023

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir árið 2021.

Landbúnaðarháskóli Íslands - endurskoðunarskýrsla 2021 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Vakin er athygli á eftirfarandi ábendingum og athugasemdum en smávægilegum ábendingum var komið beint á framfæri við stjórnendur þegar endurskoðunarvinna fór fram.

 1. Fasteignir
  Fasteignir sem eru skráðar í fasteignaskrá undir kennitölu Landbúnaðarháskólans koma ekki fram á eignaskrá og er gerð athugasemd vegna þess. Samkvæmt reikningsskilareglum ríkissjóðs skal eignfæra varanlega rekstrarfjármuni og einnig er gerð krafa í lögum nr. 123/2015 um opinber fjármál að ríkisaðilar haldi eignaskrá þar sem varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir inn.

 2. Skráning verklagsreglna
  Handbók í sambandi við fjármál og rekstur er ekki til staðar. Setja þarf skriflegar verklagsreglur fyrir alla mikilvæga bókhalds- og uppgjörsferla. 

 3. Bankareikningar
  Bankareikningar þriggja bankareikninga voru ranglega skráðir sem eign Landbúnaðarháskólans en eru eignir tveggja minningarsjóða. Ganga þarf betur frá skráningu og umsjón með framangreindum minningarsjóðum.

 4. Fjárhagslegt uppgjör vegna flutnings Garðyrkjuskólans að Reykjum
  Ekki liggja fyrir upplýsingar frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti um fjárhagslegt uppgjör vegna flutnings Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi til Fjölbrautaskóla Suðurlands. Mikilvægt er að slíkt uppgjör fari fram en í því felst m.a. uppskipting fastafjármuna milli skólanna.

   

Lykiltölur

Tekjur og gjöld 2017-2021
Tekjur (m.kr.)
Gjöld (m.kr.)