Ársreikningur Pírata 2021

29.12.2023

Ríkisendurskoðun hefur farið yfir og fallist á ársreikning Pírata fyrir árið 2021 og birtir hann hér með í samræmi við 9. gr. laga nr. 162/2006, um starfsemi stjórnmálasamtaka, með síðari breytingum.

Ríkisendurskoðun vekur þó athygli á að þar sem tekjufærsla framlags frá ríkissjóði hefur verið breytt til samræmis við leiðbeiningar ríkisendurskoðanda, sjá skýringu 2 í reikningnum, er ársreikningurinn ekki fyllilega samanburðarhæfur við áreikninga undanfarinna ára. Þeir liðir sem þessi breyting hefur haft áhrif á hafa því breyst í samræmi við nýja aðferð og mismunurinn færst á eigið fé, sjá skýringu 7 en samanburðarfjárhæðir vegna ársins 2020 hafa ekki verið leiðréttar með sambærilegum hætti.

Ársreikningur Pírata 2021 (pdf)
Viðauki við skýringar (pdf)

Mynd með færslu