02.07.2025
Landspítali hefur ekki verið mannaður heilbrigðisstarfsfólki í samræmi við gerðar áætlanir um starfsemina á undanförnum árum. Þjónustu spítalans er haldið uppi af breytilegri yfirvinnu heilbrigðisstarfsfólks og framlagi ófaglærðra en sérhæfðra starfsmanna. Miðað við rekstraráætlun ársins 2024 voru tæplega 50 stöðugildi hjúkrunarfræðinga, 14 stöðugildi ljósmæðra, 30 stöðugildi lækna og 379 stöðugildi sjúkraliða ómönnuð. Að mati Ríkisendurskoðunar hefur úrræðaleysi og kerfisleg lausatök einkennt viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við þeim mönnunar- og flæðisvanda sem birtist í starfseminni.