Endurskoðun ríkisreiknings 2015

21.12.2016

Heildargjöld ríkissjóðs á árinu 2015 námu um 667 ma.kr. sem er um 7 ma.kr. lægri fjárhæð en heildarfjárheimild ársins gerði ráð fyrir. Gjöldin hækkuðu um liðlega 24 ma.kr. frá fyrra ári.

Heildartekjur ríkissjóðs námu um 687 ma.kr. sem er um liðlega 1 ma.kr. hærri fjárhæð en fjárlög og fjáraukalög gerðu ráð fyrir. Tekjurnar lækkuðu um rúma 2 ma.kr. á milli ára. Skatttekjur og tryggingagjöld hækkuðu um tæpan 21 ma.kr. á meðan aðrar tekjur lækkuðu um tæpan 21 ma.kr. og munar þar mest um lækkun arðgreiðslna.

Endurskoðun ríkisreiknings 2015 (pdf)

Mynd með færslu