Eignasala Landsbankans hf. 2010-2016

21.11.2016

Ríkisendurskoðun telur að verklag Landsbankans við eignasölur á árunum 2010–16 hafi ekki að öllu leyti verið í samræmi við Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2008, Sameiginlegar reglur Samtaka fjármálafyrirtækja um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja frá 2010 og Eigandastefnu ríkisins frá 2009. Í fyrstnefndu gögnunum er lögð áhersla á að fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins viðhafi opið og gagnsætt söluferli og gæti jafnræðis með-al fjárfesta. Í því síðastnefnda eru þau einnig hvött til koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, svo sem sölu eigna.

Eignasala Landsbankans hf. 2010-2016 (pdf)

Mynd með færslu