Eftirfylgni: Eftirlit með bótagreiðslum

25.05.2016

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Tryggingastofnunar frá árinu 2013 um eftirlit með bótagreiðslum. Eftirlitsheimildir Tryggingastofnunar hafa bæði verið auknar og skýrðar auk þess sem fjárveitingar til eftirlits með bótagreiðslum eru rýmri en áður. Tryggingastofnun hefur einnig eflt eftirlit með bótagreiðslum og bætt áhættugreiningu mögulegra bótasvika og mistaka við bótagreiðslur eftir bótaflokkum.

Þá fellst Ríkisendurskoðun á að rannsókn á umfangi bótasvika og mistaka við bótagreiðslur sé svo flókið og kostnaðarsamt verkefni að Tryggingastofnun hafi vart bolmagn til að sinna því auk þess sem óvíst er hvort það svari kostnaði.

Eftirfylgni: Eftirlit með bótagreiðslum (pdf)

Mynd með færslu