Eftirfylgni: Matvælastofnun

18.04.2016

Ríkisendurskoðun telur rétt að ítreka eina af þeim fjórum ábendingum sem stofnunin setti fram í skýrslunni Matvælastofnun (nóvember 2013). Ríkisendurskoðun hvetur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti til að beita sér fyrir því að sett verði rammalög um Matvælastofnun þar sem á einum stað sé kveðið skýrt á um hlutverk hennar, verkefni, stjórnun og önnur lög sem um starfsemina gilda. Í þessu sambandi þarf ráðuneytið að leggja formlegt mat á hvort matvælaeftirlit á Íslandi verði skilvirkara, hagkvæmara og árangursríkara ef það yrði sameinað á eina hendi í stað þess að því sé dreift milli Matvælastofnunar og heilbrigðisnefnda sem starfa á vegum sveitarfélaga.

Eftirfylgni: Matvælastofnun (pdf)

Mynd með færslu