Eftirfylgni: Keilir ehf. Ríkisframlög og árangur

13.04.2016

Ríkisendurskoðun sér ekki ástæðu til að ítreka ábendingar sínar úr eftirfylgniúttekt á Keili ehf. frá árinu 2013. Að mati stofnunarinnar hafa Keilir, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Háskóli Íslands í meginatriðum tekið á þeim þáttum sem athugasemdir voru gerðar við. Rekstraröryggi Keilis er þó enn ótryggt, m.a. vegna áframhaldandi tapreksturs félagsins og 260 m.kr. skuldar þess vegna fasteignakaupa af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. (Kadeco).

Ríkisendurskoðun leggst gegn því að Keili verði afhent umrædd eign án endurgjalds með eftirgjöf á skuld félagsins við ríkissjóð. Nái Keilir ekki að endurgreiða skuld sína er eðlilegra að ríkissjóður leysi eignina til sín og Ríkiseignum verði heimilað að gera leigusamning við Keili gegn sambærilegri greiðslu og aðrir skólar greiða sem ekki eru í beinni eigu ríkisins.

Eftirfylgni: Keilir ehf. Ríkisframlög og árangur (pdf)

Mynd með færslu