Eftirfylgni: Stofnanir sem þjóna einstaklingum með skerta færni

21.03.2016

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingu sína frá 2013 um að velferðarráðuneyti meti ávinning af flutningi nokkurra stofnana sem þjóna einstaklingum með skerta færni í sameiginlegt húsnæði. Unnið er að þarfagreiningu vegna þessa.

Þá ítrekar stofnunin ekki ábendingu til mennta- og menningarmálaráðuneytis um að það taki þátt í að kanna kosti þess að Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra flytji í sama húsnæði. Viðræður eru í gangi um að fella hana undir Háskóla Íslands.

Eftirfylgni: Stofnanir sem þjóna einstaklingum með skerta færni (pdf)

Mynd með færslu